7.2.10

Strákarnir á Argja bátnum

Hérna getið þið séð æfingu hjá áttæringnum "Argjabáturinn" i Þórshöfn.

Hér sjáið þið pebb-myndband sem sömu strákar hafa sett saman.

Njótið

13.1.10

Undirbúningur hafinn að nýju.

Undirbúningsvinna er hafin að nýju við að koma félaginu á siglingu fyrir sumarið.

Leitað er nú eftir fólki til að sitja í stjórn og nefndum félagsins.

kv.
formaður

3.3.09

Vinnufundir.

Vinnufundi var frestað vegna ÍBR þings á fimmtudaginn síðastliðinn.

-Nýr fundartími verður bráðlega auglýstur og sendur út til hópsins sem vonast er til að geti orðið "bakhjarl" og hugmyndasmiðir félagsins. Þannig verði hægt að sjósetja starfsemi þess með myndarbrag og tryggja framgöngu íþróttarinnar.

kveðja:
Guðmundur H. Arngrímsson

Sótt um styrki

STAFNINN, Róðrafélag hefur nýlega sent umsókn um styrk til eflingar á svæðasamstarfi við frændur okkar og frænkur í Færeyjum.

Sótt er til samtaka sem stuðla að eflingu á svæðasamstarfi við norðuratlandshaf.

Verkefnin sem sótt var um styrki til ganga út á að skapa vettvang fyrir samvinnu og útbreiðslu á færeyskri róðramenningu. Færeyska róðramenningin hvílir á sameiginlegum arfi okkar sem búum hérna við norðanvert atlandshaf.

Verði þessi verkefni að veruleika mun það stórefla samvinnu þjóðanna á sviði íþrótta og menningar.

15.2.09

Vinnufundur.


Boðað hefur verið til vinnufundar vegna framtíðarskipulags- og starfsemi félagsins. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 26. febrúar 2009 í sal Færeyska Sjómannaheimilins Örkin, að Brautarholti 29. Fundurinn hefst kl. 20:00 og áætlað verði lokið kl. 21:30.


Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í vinnufundunum og starfi félagsins eru hjartanlega velkomnir.


Meðfylgjandi er fundarboðið sem sent var út á hóp einstaklinga.

Kveðja.

Stafninn með fulltrúa á siglingaþing.

Sunnudaginn 22. feb. 2009, heldur Siglingasamband Íslands með siglingaþing. Íþróttasamband Reykjavíkur verður með 14 fulltrúa á þinginu. Okkur hefur verið boðið að vera með 1 fulltrúa á þinginu.

Núna er að skapast grundvöllur fyrir að koma starfsemi félagsins í almennilegt horf.

11.2.09

Nýtt róðratímabil að hefjast.!

Nú fer í hönd vinna við að endurskipuleggja innviði og starfsemi félagsins.

Nú síðastliðinn nóvember fékk róðrafélagið samþykki á lagabálki sínum og íþróttinni sem við ætlum að stunda. Á sama tíma varð félagið fullgildur meðlimur Íþróttabandalags Reykjavíkur. Þannig hefur skapast grundvöllur til að koma starfsemi þess í eðlilegt horf.

Síðasta sumar endaði snubbótt, en þrátt fyrir smá erfiðleika og byrjendabrag þá leggjum við eigi árar í bát.

Nú er ætlunin að efna til vinnufunda með áhugasömum aðilum, ræða um innviði og uppbyggingu félagsins og þannig koma almennilegum undirstöðum undir það. Við höfum fengið góð orð utan úr Færeyjum og munum reyna draga eins mikin lærdóm og mögulegt þaðan.

Þeir sem hafa áhuga eða komu með einhverjum hætti að félaginu síðasta sumar eru hvattir til að hafa samband.

Stefnan er að halda 2-3 fundi á næstu 2 mánuðum og halda síðan aðal- og opinn kynningarfund þar sem félagið yrði formlega fullgilt félag og vonandi með starfsemi sem ungir sem aldnir geta nýtt sér.

Róðrakveðja.

Guðmundur Arngrímsson
Sverrir Björgvinsson

10.6.08

Fyrsta mót færesyku deildarinnar.

Fyrsta mót færeysku róðradeildarinnar 2008 var haldið á sunnudaginn var þ. 7. júní. Á þarlensku heitir mótið(norðoyastevna) og er ávallt haldið annan sunnudag í júní. Mótið var haldið á Norðurey, nánar tiltekið í Klaksvík, en víkin skartaði sínu fegursta á mótsdaginn. 64 áhafnir luku keppni í 1000 og 1500 metra róðri. Úrslitin er hægt að sjá hér.

Myndir frá keppninni er hægt að sjá hér.

28.5.08

Stjórn félagsins á sinni fyrstu æfingu.

Meirihluti stjórnar félagsins tók sína fyrstu æfingu nú kvöldandvaranum ásamt þremur vöskum piltum sem tóku hressilega á árunum. Nú æfir sveitin tvisvar í viku, og virðist það ætla að ganga vel að fullmanna bátinn. Stofnendur félagsins hafa verið iðnir við kolann í róðravélunum síðustu vikurnar og það skilar sér í fínu úthaldi.

Nú er bara vonandi að fleiri hópar komi til og stofni róðrasveitir og hægt verði að blása til fleiri róðrakeppna í sumar.

Kvöldæfing

Nokkur lið voru á æfingum í kvöld. Lag er komið á sjósetningu og landtöku á bátunum og gengur það allt orðið nokkuð vel fyrir sig. Leirvíkingur lak nokkuð hressilega hjá Eyþóri og félögum en það kom ekki að sök og réru þeir í rúman klukkutíma í suðaustan andvara úti á Skerjafirðinum.

27.5.08

Hátíð Hafsins

Hátíð hafsins er á nú á komandi helgi. Mikið verður um að vera í reykjavíkurhöfn bæði laugardag og sunnudag. Lið sem æfa nú kappróður í Nauthólsvíkinni munu etja kappi á sunnudaginn kl. 15:00. Við hvetjum alla sem hafa heimangengt að mæta niður á höfn og njóta alls þess sem í boði er. Hátíð hafsins er skipulögð af Sjómannadagsráði, Höfuðborgarstofu og Faxaflóahöfnum.
dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðu hennar :


26.5.08

Umfjöllun um Stafnið í Morgunblaðinu

Á forsíðu morgunblaðsins í dag er sagt frá stofnun og starfsemi Stafnsins. Mikill áhugi er fyrir félaginu og margar fyrirspurnir verið sendar inn.

Undanfarna daga hefur verið unnið að því að auðvelda sjósetningu og landtöku á bátunum. Smíðaðar hafa verið brautir sem bátarnir eru látnir renna eftir. Einnig eru í smíðum tveir vagnar sem gera sjósetningu og landtöku aðgengilega fyrir alla. En eins og lesa má í grein morgunblaðsins þá geta flestar áhafnir borið bátin á milli sín styttri vegalengdir.

21.5.08

Æfingatöflur á vefnum.

Nú eru komnar æfingatöflur á netið. Þar er hægt að skrá æfingatíma fyrir áhafnir. Liðsstjórar eru ábyrgir fyrir að láta vita af breytingum. Það er hægt með því að skilja eftir skilaboð á stafnid@internet.is.

Liðsstjórar skrái æfingatíma á netinu með því að velja viðkomandi dag og tíma. - Muna eftir að skrá nafn liðs, liðsstjóra og símanúmer.

Æfingatöflurnar eru á tenglalistanum til hægri á síðunni.

Hér eru æfingatöflurnar. Hafið samband í síma 698 5216 ef einhverjar spurningar vakna.
Kv. Guðmundur

http://www.my.calendars.net/leirvikingur

http://www.my.calendars.net/gammur

18.5.08

Havnar Róðrafélag.

Havnar Róðrafélag í Þórshöfn í Færeyjum verður vinafélag Stafnsins, og væntum við mikils af þeim vinskap. Félagið er það stærsta í Færeyjum og hefur meðal annars innan sinna raða ólympíumeistara í róðri frá ÓL í Aþenu 2004, sem sér um þjálfun hjá einni áhöfninni.

Á heimasíðu þeirra er hægt að skoða myndir frá keppnum þar í landi og finna ýmsan fróðleik um íþróttina. Undir "drekavarpið" er svo hægt að skoða myndskeið frá fjölmörgum mótum. Þar sést vel hvernig íþrótt þetta er og hvernig að henni er staðið.
Nú í byrjun júní byrjar róðradeildin hjá þeim í Færeyjum og eru 82 lið skráð til keppni í 6, 8 0g 10 -æringum, í þremur aldursflokkum í karla og kvennaflokki. Deildinni lýkur svo á Ólafsvökunni síðustu helgina í júlí.

Við hvetjum fólk til að kynna sér félagið og starfsemi þess.

Stjórnarmenn meta aðstæður.

Hér eru tveir af stjórnarmönum félagsins þeir Sverrir Björgvinsson og Gústaf Ómarsson að meta aðstæður í Nauthólsvíkinni. Í bakgrunni er Gammur og í forgrunni er "Leirvíkingur"

Fyrsta æfing Stokkana

Lið skipað færeyskum róðrasnilingum sem búa hér á Íslandi tók fyrstu æfingu tímabilsins á föstudaginn var. Það reyndi á útsjónarsemi viðstaddra að sjósetja bátinn, en æft var á Gammi. Það er útséð að gera verður varanlegar ráðstafnair í sambandi við sjósetningu og landtöku bátanna. Bátarnir eru viðkvæmir og því er mikilvægt að meðhöndlun á þeim sé ekki þannig að þeim stafi hætta af.

Stokkarnir réru út á firðinum í köldu og gráu föstudagskvöldinu. Áhafnarmeðlimir eru eldri en tvævetur þegar kemur að róðramálum og geta kennt okkur hinum eitt og annað í sambandi við meðhöndlun á bátum og fylgihlutum.

Æfingatafla fyrir bláa bátinn

Hér kemur æfingatafla fyrir bláa bátinn. Báturinn er nafnlaus en færeyingar sem róið hafa áður til sjómannadagsróðurs segja bátinn heita "Leirvíkingur". Það er ágætt nafn og ef eigendur bátanna hafa eingar mótbárur gagnvart þeirri nafngift þá er einsýnt að báturinn beri það nafn.

16.5.08

Æfingatímar.

Það auðveldar allt utanumhald ef þær áhafnir sem ætla að æfa fram að sjómannadegi og/eða að ganga í félagið reyni af fremsta megni að koma sér saman um fasta æfingatíma. Þannig verði það tryggt að áhafnir gangi að bátunum vísum og engir árekstrar verði á milli áhafna um not af bátunum.
Eins og áður hefur verið sagt þá mun Gammurin verða notaður til 1 klst æfinga en (nafnlausi) blái báturinn til 1 og 1/2 klst æfinga.

Björgunarvesti.

Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnafjarðar hefur látið okkur hafa til afnota björgunarvesti sem mælst er til að allar áhafnir noti við æfingar. Vestin eru uppblásanleg og létt og fyrirferðalítil.

14.5.08

Æfingatafla fyrir Gamminn

Gammur er annar af tveimur bátum sem sjómannadagsráð lagði fram til félagsins. Hér kemur æfingataflan fyrir hann. Vinsamlegast hafið samband við Guðmund Arngrímsson í síma 698 5216 eða sendið póst á stafnið@internet.is og pantið tíma. Jafnóðum og æfingatími er frátekin mun því verða bætt á töfluna ásamt uppl. um liðstjóra eða símanúmer viðkomandi.